Vefviðmót fyrir valgreinar skólaNemendur geta valið inni á vefviðmótinu valgreinar sem skólinn setur upp sem er gríðarlegur vinnusparnaður fyrir skólann. Skólastjórnendur geta sett ýmis konar skilyrði og breytt að vild. Valhóparnir eru síðan lesnir inn í Mentor.
Viðmót nemanda

Nemendur skrá sig inn á vefsíðu þar sem þeir fá upplýsingar um valið t.d um þann einingafjölda sem þarf og hvort valið sé bundið, - skyldu- eða frjálst val.


Viðmót stjórnanda

Stjórnendur sækja upplýsingar um nemendur í Mentor og færa í nemendavalið. Þegar vali lýkur og stjórnandi hefur lokið við uppröðun sendir hann niðurstöðurnar til ráðgjafa Mentors sem færir upplýsingarnar inn í Mentorkerfið.

Með því að nota vefviðmótið sparast heilmikill tími og pappírskostnaður auk þess sem öll umsýsla verður mun einfaldari.


Umsögn

Við sjáum mikið hagræði við að nýta okkur valgreina forritið. Vinnusparnaðurinn felst aðallega í því að þurfa ekki að færa allt val allra nemenda inn í Mentor handvirkt. Með forritinu færist valið hins vegar rafrænt inn í Mentor með einni aðgerð. Með valgreina forritinu tekur ferlið aðeins eina viku hjá okkur frá því að fyrsti árgangurinn byrjar að velja og þar til val allra nemenda er komið inn í Mentor og hægt er að hefja valkennslu.

Eins höfum við séð aukið hagræði við valið almennt með því að skipuleggja vel fyrirkomulag á opnun og kynningu á valinu til nemenda og foreldra.

Okkur hefur gefist best að:
  • skipta árgöngum á þrjá daga með að hefja val til að forðast óþarfa álag.
  • leyfa nemendum í 10. bekk að hafa forgang að vali og enda á 8. bekk
  • kynna fyrir nemendum fyrirkomulag valsins sama dag og þeir velja
  • senda foreldrum leiðbeiningar um valið í tölvupósti
  • láta valið hefjast kl. 20:00 til að foreldrar hafi tækifæri að aðstoða og fara yfir val barna sinna
  • svara strax tölvupóstum frá foreldrum, sem ekki ná að aðstoða börn sín við að velja, með því að þau fái aðstoð með valið næsta dag
Með þessu fyrirkomulagi finnst okkur minna stress skapast og lausn fást á vali allra nemenda.Guðný Þ. Pálsdóttir náms- og starfsráðgjafi Seljaskóla.


Gríðarlega margar vinnustundir fara í að undirbúa fjölbreytt val í stórum skóla. Því er þetta rafræna kerfi algjör snilld. Það besta við þetta rafræna form er gríðarlegur vinnusparnaður. Það sem áður tók margar vinnustundir tekur nú mun styttri tíma. Ekki skemmir fyrir að kerfið vinnur með Mentor sem leiðir til enn meiri vinnusparnaðar. Viðmót foreldra og nemenda er einfalt því þetta kerfi er afar notendavænt. Þorgrímur er mjög fljótur að bregðast við öllum hugmyndum sem ég hef sett fram með. Mæli óhikað með þessu kerfi.Svava Margrét Ingvarsdóttir aðstoðarskólastjóri Vættaskóla.

Hafa samband

Ef þú hefur áhuga á kynningu þá smellir þú á linkinn hérna fyrir neðan og skráir inn upplýsingar um þig og skólann þinn og það verður haft samband.

Panta kynningu >>Þ. Vilbergsson ehf. Forritun og gagnagrunns verkefni

©2024

Sími: 8884818

Netfang: thv@thv.is